21 September 2014

Barnið okkar - Ný bloggsíða

Góðan og blessaðan daginn!

Nú hef ég ákveðið að byrja að blogga um allt mögulegt sem viðkemur börnum, næringu, svefni, þroska og mörgu sem varðar börn og fjölskyldur þeirra. Það er svo margt sem kemur upp í umræðunni á netinu sem mér finnst að eigi erindi lengra og þurfi að fjalla betur um. Ég nefni sem dæmi ráðleggingar um svefn og næringu sem mæður fá í heilbrigðiskerfinu. Mig langar að opna umræðuna og fjalla um málin eins og þau koma mér fyrir sjónir. Það getur alveg orðið umdeilt en ég hef engra hagsmuna að gæta nema hagsmuna barnanna sjálfra. Það sem ég hef að leiðarsljósi er að styðjast við nýjustu þekkingu hvers tíma og velta upp umræðu um málefni sem brenna á fjölskyldum ungra barna. Til að þetta verði lifandi og skemmtilegt langar mig að biðja ykkur að hjálpa mér að finna skemmtilegt og þarft umræðuefni. Það má senda mér e-mail á brjostagjof@gmail.com

kær kveðja

Ingibjörg

No comments: