Námskeið

Barnið okkar ehf. býður upp á námskeið um ýmislegt sem snýr að börnum og foreldrum þeirra

Námskeiðið brjóstagjöf - meira en bara næring 
er hannað með það í huga að auka sjálfsöryggi mæðra í brjóstagjöf eftir fæðingu barnsins. Farið er í eftirfarandi þætti:
  • Undirbúningur á meðgöngu
  • hvernig virkar brjóstagjöf? hvað gerist í líkamanum?
  • fyrsta brjóstagjöfin - hverju megum við eiga von á?
  • Nálægð og samvera fyrstu dagana - húð við húð snerting
  • fyrstu dagarnir með barninu
  • Brjóstamjólkin - sérsniðin fyrir barnið
  • hvernig veit ég að barnið er að taka brjóstið rétt?
  • Hvernig er metið hvort að barnið er að fá  nóga brjóstamjólk?
  • Hverjir eru helstu stuðningsaðilar móður og hvernig styðja þeir móðurina best?
  • Hvert leita ég hjálpar ef að eitthvað kemur upp á ?
  • Er hægt að auka framleiðsluna?
  • Er í lagi að gefa barni brjóst hvar sem er?
  • algengustu hindranir í upphafi brjóstagjafar og lausnir á þeim
  • Æfingar í að leggja barn (dúkkur) á brjóst
  • Myndband um brjóstagjöf er sýnt á námskeiðinu
  • Fyrstu dagar með barninu, tengslamyndun, merki barnsins um hvað það vill
  • Með námskeiðinu fylgir vegleg mappa með öllu efninu sem farið er yfir.
Vegleg mappa fylgir námskeiðinu.
Umsjón með námskeiðinu hefur Guðrún Guðmundsdóttir ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi
Námskeiðið er eitt skipti, 2 ½ klst. Verð 7000 kr fyrir móður og fæðingarfélaga. Gott að vera búin að borða og vera í þægilegum fötum. Nóg er af púðum og grjónapúðum til að láta fara vel um sig. Boðið er upp á létta hressingu í hléi.
Næstu námskeið:
21.0któber
18.nóvember
9.desember

Ummæli þátttakenda:

"Sjálfum þótti mér þessi hluti einkar áhugaverður og tel að hafi verið mjög gagnlegur að flestu leyti. Vitandi að brjóstagjöf getur verið ýmsum vandkvæðum háð hjá mörgum konum, tel ég að þessi hluti sé ákaflega mikilvægur og er ég viss um að hann á eftir að gagnast vel“.

,,Mér fannst brjóstagjafanámskeiðið og ungbarnaumönnunin vera gagnlegasta námskeiðið fyrir mig, þar sem ég hef sennilega kynnt mér það minnst sjálf. Gott að fá kennslu og greinagóðar upplýsingar um það hvað telst eðlilegt og hvað ekki, sérstaklega fyrir fólk sem væntir fyrsta barns og er óöruggt með allt saman“.

,,Maðurinn minn var sérstaklega ánægður með þáttinn um merki nýburans. Mér fannst þetta námskeið mjög áhugavert og gott, mun pottþétt nýta það vel þegar að brjóstagjöf kemur“.

,,Undirbýr verðandi foreldra undir fyrstu dagana og margt sem kom þar fram sem við vorum kannski ekki búin að velta fyrir okkur eins og t.d. í sambandi við hvenær mjólkin kæmi, hversu mikið barnið drekkur, bleyjuskipti o.fl“. 
Athugið að sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðin
Námskeiðin verða haldin í Lygnu, nýju fjölskyldumiðstöðinni í Síðumúla 10. Skráning fer fram hjá ingibjorg@lygna.is 





Barnið borðar sjálft - námskeið um fyrstu fæðu barnsins

Hugmyndin með því að láta barnið borða sjálft er að mauka ekki ofan í barnið og mata það heldur leyfa barninu sjálfu að handleika fæðuna og setja hana upp í sig. Þetta á sér erlenda fyrirmynd en Gill Rapley fann út að með því að leyfa barninu að ráða ferðinni (baby led weaning) þá urðu matmálstímarnir skemmtilegir og áreynslulausir. Með þessu stjórnar barnið frá upphafi hversu mikið það borðar, verður nýjungagjarnara á bragð og áferð og borðar fljótlega sama fjölskyldumat og aðrir. Þegar barnið tyggur fæðuna losnar munnvatn sem hvetur til meltingar en það gerist síður þegar þau kyngja mauki. Þjálfun kjálkanna við að tyggja er líka mikilvæg en við að borða graut og mauk reynir lítið á kjálkavöðvana. Einnig reynir þetta á hreyfiþroska bæði grófhreyfingar og ekki síður fínhreyfingar.
Námskeiðið Barnið byrjar að borða
-Farið verður yfir kosti þess að láta barnið ráða ferðinni, rætt um hvenær barnið er tilbúið að fara að smakka á fæðutegundum.
-Hvernig er hægt að halda áfram brjóstagjöf þó að barnið fari að fá aðra fæðu.
a) ýtarlegar leiðbeiningar hvernig hægt er að auðvelda barninu að matast sjálft.
b) listi yfir fæðutegundir sem barnið fær að borða, í hvaða röð þær eru kynntar og hvernig þær eru framreiddar til að sé auðvelt fyrir barnið að borða þær
c) Leiðbeint er í að lesa í merki barnsins um svengd og hvenær það er búið að fá nóg.
d) ráð um hvernig hægt er að skapa ánægjulegar aðstæður í matartíma fjölskyldunnar ( barnið borðar með öðrum en ekki eitt )
e) tillögur að matseld og framreiðslu fæðutegunda fyrir barnið allt fyrsta árið.
f) næringarfræði matvælanna, fæðupýramídinn og í hvernig hlutföllum er best að hafa matinn yfir daginn
g) hvernig næring yfir daginn hefur áhrif á líðan barnsins allan sólarhringinn, m.a. á næturnar.
d) ljósmyndir og myndbönd af börnum sem borða sjálf.
Vegleg mappa fylgir námskeiðinu. Verð er 7.000 kr. á par/einstakling
Umsjón með námskeiðinu hefur Magnea Arnardóttir þroskaþjálfi.

Umsögn um námskeiðið:

"Við hjónin fórum á Barnið borðar sjálft námskeið og okkur fannst það alveg frábært! Við komum inn með fullt fullt af spurningum en þeim var öllum svarað á námskeiðinu án þess að við þyrftum að spyrja!
Við búum mjög vel að því sem við lærðum á námskeiðinu og heftið er alger nauðsyn, við flettum oft upp í því og notum uppskriftirnar mikið.
Ég mæli svo sannarlega með Barnið borðar sjálft námskeiðinu og að sjálfsögðu aðferðinni! Matmálstímar eru með þeim skemmtilegri hér á bæ ! "
Anna María
"Ég skráði mig á námskeiðið Barnið borðar sjálft því mér fannst þetta mjög áhugaverð aðferð og spennandi nálgun við matinn.
Ég hafði skoðað aðeins um þessa aðferð á netinu og langaði að læra meira um hana áður en ég færi að prufa mig áfram með syni mínum. Var smá smeyk við að gefa honum "venjulegan" mat strax.
Ingibjörg kom efninu vel til skila, á skemmtilegan og skilmerkilegan hátt.
Ég fræddist heilan helling og er alls ekki eins smeyk og áður.
Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim var að prufa að setja mat fyrir framan soninn og hann byrjaði á að skoða og leika við matinn, svo setti hann upp í munn og saug og saug. Honum fannst þetta æði.
Ég hlakka til að eiga skemmtilega matartíma með honum og öllu þessum "nýja" mat
Takk fyrir mig!
Elín

Næstu námskeið

Næsta námskeið verður 30.september

Námskeiðin eru frá 18-20  nema annað sé auglýst.
Skráning á brjostagjof@gmail.com eða ingibjorg@lygna.is  Námskeiðið er haldið í nýju fjölskyldumiðstöðinni Lygnu, Síðumúla 10
Athugið að sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðin
"Skráði mig á námskeið eftir að hafa heyrt af þessu hjá mágkonu minni og var mjög svo ánægð með námskeiðið. Fannst þetta fyrirfram mjög spennandi aðferð til að gefa barninu mínu að borða þar sem ég hefði áður farið í gegnum allt maukið og grautana en eftir námskeiðið varð ég enn spenntari að prófa og margs vísari með upplýsingaheftið í hönd" :)
Bestu þakkir
Hadda Hrund

"Virkilega áhugavert og gagnlegt námskeið, mæli með því. Frábært að geta tekið drenginn minn með mér, aðstaðan og stemningin notaleg bæði fyrir foreldra og börn"
Bestu kveðjur
Brynhildur


No comments: